453 6454
Veisluþjónusta

Fyrirtækið býður upp á alhliða veisluþjónustu fyrir hvers kyns tilefni, s.s. brúðkaup, fermingar, afmæli, útskriftir, ættarmót og skírnarveislur.

Á Kaffi Krók eru tveir salir sem henta vel fyrir veislur, annar rúmar 50-60 manns og hinn allt að 100 manns. Þessir tveir salir eru samliggjandi og hægt að nýta þá báða fyrir eina veislu.

Einnig er hægt að halda veislur á Mælifelli, þar rúmast allt að 120 manns í sæti og er sá salur með sviði, góðu hljóðkerfi, skjávarpa og hentar vel fyrir veislur sem enda með dansleik.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið bóka veisluþjónustu, hikið ekki við að hafa samband við okkur í síma 845-6625 eða sendið tölvupóst á olafshus[hja]olafshus.is.