453 6454
Matseðill

Matarskistan Skagafjörður

Í Skagafirði fer fram frumkvöðlastarf á landsvísu við uppbyggingu matarferðaþjónustu í héraði.

Með þróunarverkefninu Matarkistan Skagafjörður er leitað leiða til að þróa matarferðaþjónustu (Culinary Tourism) í Skagafirði sem og á landsvísu. Rík áhersla er lögð á að efla gæðaímynd skagfirskra matvæla. Merki Matarkistunnar er notað til að draga athyglina að skagfirskum mat og matargerð. Það eru matvælaframleiðendur, veitingahús, verslanir, Hólaskóli Háskólinn á Hólum og Sveitarfélagið Skagafjörður sem vinna saman að þessu verkefni.

Fáið ykkur bita úr Matarkistu Skagafjarðar!

Réttir sem eru merktir með * eru úr Matarkistu Skagafjarðar.