453 6454
Ólafshús

Ólafshús er staðsett við Aðalgötu á Sauðárkróki og hefur veitingarekstur verið starfræktur í húsinu frá 1982.

Staðurinn er með mjög fjölbreytt úrval rétta á matseðli, allt frá smáréttum upp í steikur og býður upp á fría heimsendingu á öllum réttum.

Opið alla daga frá 11:00- 22:30

Hádegið

Í hádeginu á virkum dögum er boðið uppá hádegisverðarhlaðborð á sanngjörnu verði, 1.960 kr á mann, og inniheldur hlaðborðið heitar máltíðir, meðlæti, pizzur, súpu, salatbar og brauð.

Á virkum dögum eru réttir dagsins í hádeginu í boði, fiskréttur, kjötréttur og léttur réttur og þá rétti sendum við einnig í bökkum til fyrirtækja.